Hvað á ég að gera ef ungmenni hefur neikvæða breytta hegðun eftir atvik en leitar ekki til mín?
Byggt á efni frá áfallateymi Rauða krossins á Íslandi fyrir börn og unglinga.
Kynntu þér hvernig eðlilegt er að börn bregðist við áföllum.
Lestu um eðlileg viðbrögð
Viðbrögð ungmenna (11-18 ára) við áföllum eru oft blanda af viðbrögðum fullorðinna og barna.
Ef ungmennið lifði af hættulegar aðstæður getur það talið sig ódauðlegt.
Það getur farið að taka áhættur með líf sitt.
Neysla á áfengi og öðrum vímuefnum getur byrjað eða aukist.
Óöryggi og kvíði getur líka valdið því að ungmennið vill vera sem mest heima.
Það er margt sem hægt er að gera fyrir ungmennið þó það biðji þig ekki um hjálp.
Byrjaðu samtal við það um atvikið.
Ef þau vilja ekki ræða atvikið þá skaltu virða það.
Vertu vakandi fyrir því ef ungmennið hefur spurningar eða vill tala.
Vertu til staðar.
Taktu vel á móti ungmenni sem vill meiri nánd eða snertingu en vanalega.
Veittu því félagsskap og búðu til tækifæri til þess að vera með því.
Til dæmis að spila spil eða horfa á bíómynd saman.
Haltu daglegum rútínum.
Það að vita alltaf hvenær matartími er og hvað það á að gera heima hjálpar því að finna fyrir öryggi.
Leyfðu ungmenninu að taka ákvarðanir.
Til dæmis leyfðu því að vera heima ef það vill ekki fara í veislu.
Þannig hjálparðu ungmenninu að finna að það hafi stjórn í lífinu.
Hvernig geta fullorðnir hjálpað barni eftir áfall?
Smelltu til að lesa meira um leiðir og úrræði