Stígamót
Ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi

Stígamót veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar kynferðisofbeldis.


Öll eru velkomin.

Einstaklingsviðtal fyrir þolendur


Viðtöl fyrir aðstandendur


Sjálfshjálparhópar

Samhæfð þjónusta, allt á einum stað:

Ókeypis
Opin virka daga 9 til 16
Fyrir 18 ára og eldri
Öll kyn
Hjólastólaaðgengi
Túlkaþjónusta

Stígamót taka á móti öllum, en ef atvikið gerðist nýlega þá er Neyðarmóttaka best til þess fallin að veita aðstoð.


Stígamót veita ráðgjöf, sama hversu langt er liðið frá broti.

Stígamót koma til móts við þig ef þú kemst ekki á staðinn og bjóða líka upp á fjarfundi.

Gott að hafa í huga:

Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Opna á Google maps

Við erum á þriðju hæð

Þú gengur inn um aðalinnganginn og við tökum á móti þér

Þú stýrir ferðinni, við fylgjum þér.

Viðtalsherbergi

Hér spjöllum við saman um það sem gerðist.


Ákveðum í sameiningu hvort þú viljir taka málið lengra.

Það getur hjálpað að tjá sig á öruggum stað við aðra sem hafa svipaða lífsreynslu og þú.


Sjálfshjálparhópar eru litlir hópar, að hámarki 4 - 6 manns.

Þú og ráðgjafinn þinn ákveðið hvort og hvenær sé tímabært að fara í hóp.


Sérhæfðari hópar eru líka í boði:

Fyrir brotaþola vændis

Fyrir karlkyns brotaþola.

Sjálfsstyrkingarhópar fyrir ungar konur

Sjálfshjálparhópar Stígamóta

Hafðu samband og pantaðu tíma:


5626868


www.stigamot.is